Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Paul McShane lætur Guðjón Þórðarson fá það óþvegið
Miðvikudagur 22. ágúst 2012 kl. 15:52

Paul McShane lætur Guðjón Þórðarson fá það óþvegið

Á þeim 18 árum sem ég hef leikið fótbolta er hann versti þjálfari sem ég hef komist í kynni við, segir Paul m.a.

Paul McShane fyrrum leikmaður Grindvíkinga í Pepsi-deild karla vandar Guðjóni Þórðarsyni þjálfara liðsins ekki kveðjurnar í innleggi á samskiptavefnum Facebook. Undir grein sem birtist á Facebook þar sem Guðjón talar um peningaleysi hjá Grindvíkingum kemur McShane með innlegg þar sem hann lætur bókstaflega allt flakka.

„Á þeim 18 árum sem ég hef leikið fótbolta er hann versti þjálfari sem ég hef komist í kynni við,“ segir Paul m.a. Hann segir æfingar Guðjóns vera frá miðöldum og á liðsfundum átti Paul stundum erfitt með að greina á milli hvort liðið væri að fara að spila fótbolta eða á leið í orystu. Paul hóf leiktíðina með Grindvíkingum en fór frá liðinu til Aftureldingar vegna ágreinings við Guðjón.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Honum finnst undarlegt að fólk sé bara fyrst að átta sig á þessu núna og hann telur að Guðjón hafi átt að hætta eða taka poka sinn fyrir löngu síðan. Einnig gagnrýnir hann ákvarðanir Guðjóns varðandi leikmenn sem hann fékk til liðsins, og góða leikmenn sem Guðjón lét renna úr greipum Grindvíkinga. Einnig segir Paul að stjórnunarhæfileikar Guðjóns séu engir.

Hér að neðan má sjá það sem Paul skrifar:

„Just read it.....stop making excuses! In the 18 year I've played footy he is by far the worst coach I have ever come across. We had to players on trial from Norway in around Feb which he didn't like one of whom is running riot in faraoe islands. Another Serbian on trial but he played to much football like myself. I thought football was about ball retention. Then signed 2 players whom he sent home after a month.....good eye for talent! The guy is an imposter has stole a living at the game and will probably continue to do so. His training methods are from the dark ages....couldn't coach a shit out of an arse. Team meetings I didn't know if we were going to play football or ride into battle. Man management skills....zero.....and that's people just starting to notice.....wtf. That's only my opinion each to there own....he should have walked or been sacked long ago!!!!! Afram Grindo“