Atnorth
Atnorth

Íþróttir

Paul McShane í raðir Grindvíkinga á ný
Fimmtudagur 11. nóvember 2010 kl. 10:24

Paul McShane í raðir Grindvíkinga á ný


Skotinn Paul McShane hefur skrifað undir tveggja ára samning við meistaraflokkslið Grindavíkur í knattspyrnu. Segja má að McShane sé kominn heim því hann hóf feril sinn á Íslandi árið 1998 með Grindavík og lék með liðinu í tíu ár. Hann gekk í raðir Fram 2008 þar sem hann spilaði í tvö ár en síðasta sumar lék hann með Keflavík.

Paul er 32ja ára gamall. Hann hefur leikið 232 leiki í deild og bikar á Íslandi og hefur skorað í þeim 37 mörk.

Bílakjarninn
Bílakjarninn