Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Paul McShane bestur í Grindavík
Mánudagur 19. september 2005 kl. 15:49

Paul McShane bestur í Grindavík

Paul McShane var valinn besti leikmaður UMFG á lokahófi knattspyrnueildarinnar á laugardag.

Hófið var haldið eftir að Grindvíkingar höfu unnið sér þátttökurétt í úrvaldeild að ári eftir fræklegan sigur á Keflavík og stóðu stjórnarmenn og leikmenn að valinu. Paul hefur leikið með félaginu frá árinu 1998 og hefur oft reynst sínum mönnum betri en enginn, sérstaklega í síðustu leikjunum nú í sumar, en hann skoraði m.a. fyrra markið í leiknum á laugardag.

Robert Nistroj var í öðru sæti og Óli Stefán Flóventsson var í því þriðja.

Sinisa Valdimar Kekic var markakóngur sumarsins, en hann skoraði 4 mörk í 14 leikjum, jafn mörg og Óli Stefán og Paul en lék færri leiki.

Efnilegasti leikmaðurinn var kjörinn Eyþór Atli Enarsson sem festi sig í sessi sem vinstri bakvörður liðsins eftir að Ray Anthony Jónsson meiddist í fyrsta leik og leysti þá stöðu með prýði.

Leikmenn 2 flokks karla og kvenna voru einnig verðlaunaðir fyrir frammistöðuna í sumar.

Hjá 2. flokki kvenna var Bentína Frímansdóttir valin best, Dína María Margeirsdóttir efnilegust og markaskorari sumarsins var Þórkatla Albertsdóttir.

Markakóngur 2. flokks karla var Emil Daði Símonarson, Einar Helgi Helgason sýndi mestar framfarir og Þorfinnur Gunnlaugsson var valinn besti leikmaðurinn.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024