Pape Mamadou Faye til Grindavíkur
Framherjinn Pape Mamadou Faye er genginn til liðs við Grindavík frá Leikni en þetta staðfesti leikmaðurinn á samskiptavefnum Twitter.
,,Allt klárt loksins, gerði þriggja ára samning við Grindavik og er orðinn leikmaður félagsins #GRINDAVIK," sagði Pape á Twitter í dag.
Pape hefur æft með Grindavík upp á síðkastið og nú hefur hann gengið frá þriggja ára samning við félagið.
Þessi tvítugi leikmaður skoraði 9 mörk í 19 leikjum fyrir Leikni í 1. deildinni eftir að hafa komið frá Fylki en þar af skoraði hann 4 í lokaleiknum gegn ÍA.