Palli:"Verður gaman að koma í Ljónagryfjuna"
Páll Kristinsson lék sitt fyrsta tímabil með Njarðvík árið 1995 og hefur leikið í græna búningnum allar götur síðan. Hann ákvað rétt fyrir helgi að takast á við nýtt verkefni og ákvað að færa sig um set og spila með Grindvíkingum í úrvalsdeild á næsta tímabili en Páll gerði tveggja ára samning við Grindvíkinga. Brottfar hans er mikil blóðtaka fyrir Njarðvíkinga en um leið mikill hvalreki fyrir lið Grindavíkur því Páll er gríðarlega öflugur leikmaður og hefur verið einn mikilvægasti leikmaður Njarðvíkur síðustu ár.
„Þetta er stutt að fara og það hefur legið í loftinu í nokkur ár að fara til Grindavíkur. Þeir hafa talað við mig síðustu árin og það hefur alltaf kitlað mann aðeins að breyta til og prófa að spila einhversstaðar annarsstaðar. Það kom ekkert annað lið til greina en Grindavík, ég á marga ættingja í Grindavík og ég er að vinna þar nálægt, þannig að maður þekkir ágætlega til þarna og ég þekki strákana í liðinu.“ Sagði Páll um félagsskiptin og óttast það ekki að fara í Ljónagryfjuna og spila við gömlu liðsfélagana í Njarðvík á næsta tímabili „Það verður bara gaman að koma í Ljónagryfjuna næsta tímabil og það truflar mig ekkert. Þetta var allt gert í góðu og ég ræddi þessi mál við formanninn og þjálfarann og þetta var ákvörðun sem ég tók. Það er ekkert sem að ég hef útá stjórn eða þjálfara að setja, þessi ákvörðun kemur því ekkert við. Ef ég ætla að halda eitthvað áfram í þessu varð ég bara að prófa eitthvað nýtt til að finna mig aftur. Fá smá áskorun.“ Sagði Páll sem er farinn að hlakka til að taka þátt í baráttunni með Grindavík á næsta tímabili en hefur trú á því að hann eigi aftur eftir að klæðast græna búningnum.
„Þetta er stutt að fara og það hefur legið í loftinu í nokkur ár að fara til Grindavíkur. Þeir hafa talað við mig síðustu árin og það hefur alltaf kitlað mann aðeins að breyta til og prófa að spila einhversstaðar annarsstaðar. Það kom ekkert annað lið til greina en Grindavík, ég á marga ættingja í Grindavík og ég er að vinna þar nálægt, þannig að maður þekkir ágætlega til þarna og ég þekki strákana í liðinu.“ Sagði Páll um félagsskiptin og óttast það ekki að fara í Ljónagryfjuna og spila við gömlu liðsfélagana í Njarðvík á næsta tímabili „Það verður bara gaman að koma í Ljónagryfjuna næsta tímabil og það truflar mig ekkert. Þetta var allt gert í góðu og ég ræddi þessi mál við formanninn og þjálfarann og þetta var ákvörðun sem ég tók. Það er ekkert sem að ég hef útá stjórn eða þjálfara að setja, þessi ákvörðun kemur því ekkert við. Ef ég ætla að halda eitthvað áfram í þessu varð ég bara að prófa eitthvað nýtt til að finna mig aftur. Fá smá áskorun.“ Sagði Páll sem er farinn að hlakka til að taka þátt í baráttunni með Grindavík á næsta tímabili en hefur trú á því að hann eigi aftur eftir að klæðast græna búningnum.