Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Páll Pálsson íþróttamaður Voga 2008
Mánudagur 6. apríl 2009 kl. 08:23

Páll Pálsson íþróttamaður Voga 2008


Páll Pálsson var útnefndur íþróttamaður ársins í Vogum á árshátíð skólans nú fyrir helgi. Páll er og hefur lengi vel verið félagi í Akstursíþróttafélagi Hafnarfjarðar. Hann varð Íslandsmeistari í torfæru í götubílaflokki árið 2007 og 2008. Hann varð einnig Íslandsmeistari í sandspyrnu árið 2008.
.
Frístunda – og menningarnefnd fór yfir fjölda tilnefninga er bárust en í bæjarfélaginu eru stundaðar fjölbreyttar íþróttir eins og fimleikar, júdó, körfubolti, fótbolti og sund svo nokkuð sé nefnt. Það er að finna marga frambærilega íþróttamenn en nefndin varð sammála um að Páll hlyti titilinn að þessu sinni.
---

Mynd/Vogar.is -  Tinna Hallgrímsdóttir staðgengill frístunda- og menningarfulltrúa, Páll Pálsson íþróttamaður Voga 2008  og Bergur Álfþórsson formaður frístunda- og menningarnefndar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024