Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Páll Guðmundsson er annar Þróttarinn sem nær 100 leikjum
Mánudagur 4. september 2017 kl. 09:50

Páll Guðmundsson er annar Þróttarinn sem nær 100 leikjum

- Annar í sögu félagsins sem nær þessum áfanga

Páll Guðmundsson sem leikur með Þrótti Vogum varð á dögunum annar leikmaður félagsins til að spila 100 leiki með meistaraflokki félagsins í knattspyrnu. Páll er einnig fyrirliði liðsins og spilaði hundraðasta leik sinn þegar Þróttur mætti KFG á Vogabæjarvelli síðastliðinn föstudag.

Páll, sem er 30 ára gamall miðjumaður, spilaði fyrsta leikinn fyrir Þrótt á móti utandeildarliði Hómer í bikarnum árið 2013. Samtals eru þetta skráðir leikir í Íslandsmóti, bikarkeppni og deildarbikar. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Páll spilaði í 4. deildinni með Þrótti árin 2013 til 2015 og í 3. deildinni 2016 og 2017. Páll kom til Þróttar frá Grindavík. Hann hefur einnig spilað fyrir Reynir Sandgerði.

Þess má einnig geta að Gunnar Helgason var fyrstur til að ná þeim áfanga að spila 100 leiki fyrir Þrótt og það gerði hann á Höfn árið 2014.

Páll Guðmundsson, Friðrik V. Árnason, Gunnar Helgason og Haukur Hinriksson. Myndin er tekinn eftir 100. leikinn hans Gunnars á Höfn árið 2014.