Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 4. febrúar 2004 kl. 11:10

Páll dæmdur í leikbann!

Aganefnd Körfuknattleikssambands Íslands hefur dæmt Pál Kristinsson úr Njarðvík í eins leiks keppnisbann fyrir að hafa verið vísað af leikvelli í viðureign Njarðvíkur og Hamars síðastliðið sunnudagskvöld. Páll verður því ekki í hópi Njarðvíkinga sem keppa við til úrslita við Keflvíkinga í Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar á laugardaginn næstkomandi.

Friðrik Ragnarsson, þjálfari Njarðvíkur, sagði í samtali við Víkufréttir fyrir stundu að honum þætti vinnubrögð KKÍ ekki vera til fyrirmyndar þar sem Páll hafi ekki fengið andmælarétt og segir Njarðvíkinga munu kæra úrskurðinn strax í dag.

„Ég er ekki að segja að hann Páll sé alveg saklaus. Mér finnst bara einkennilegt að hann skuli ekki hafa fengið tækifæri til að verja sig og að KKÍ hafi hvorki haft samband við hann, mig né körfuknattleiksdeildina. Við höfum ekkert heyrt frá þeim.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024