Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Páll Axel þjálfar Grindavíkurkonur
Páll Axel er goðsögn í Grindavík og afar farsæll leikmaður.
Mánudagur 6. febrúar 2017 kl. 11:21

Páll Axel þjálfar Grindavíkurkonur

Verður barist til síðasta blóðdropa

Heimamaðurinn Páll Axel Vilbergsson hefur tekið að sér þjálfun kvennaliðs Grindavíkur í Domino’s deildinni. Honum til aðstoðar verður Ingibjörg Jakobsdóttir leikmaður liðsins sem er í barneignaleyfi um þessar mundir. Bjarni Magnússon þurfti frá að hverfa sem þjálfari liðsins eftir alvarlega veikindi en til þessa hafa Jóhann Ólafsson og Ellert B. Magnússon leyst hann af hólmi.

Í yfirlýsingu frá Grindvíkingum segir að liðið ætli sér að vera í Domino’s deildinni á næsta ári en liðið er nú í neðsta sæti deildarinnar, fjórum stigum frá næsta lliði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Í kvennaliði okkar Grindvíkinga eru gríðarlega metnaðarfullir íþróttamenn sem fóru inní þetta tímabil með miklar væntingar í huga. Allt sem á hefur gengið á sér varla hliðstæðu og rataði klúbburinn í fréttir sem voru í senn óvægar og jafnvel bjánalegar. En fréttaflutningi stjórnum við víst ekki. Það kæmi okkur ekki á óvart að það sem þær hafa þurft að glíma við á þessu tímaili nái margir íþróttamenn ekki að upplifa á heilum ferli. Okkar leikmenn vita upp á hár sína þátttöku í því sem miður hefur farið og það gerir stjórnin líka. Við vinnum saman og við töpum saman. Stjórn KKD UMFG stendur gjóthörð á bak við liðið í þeim bardaga sem framundan er og öllum má vera það morgunljóst að við ætlum að vera í Domino´s deildinni á næsta tímabili. Á meðan það er tölfræðilega hægt verður barist til síðsta blóðdropa.“