Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Páll Axel með þúsund þrista
Páll Axel í leik með Grindavík.
Þriðjudagur 28. október 2014 kl. 10:28

Páll Axel með þúsund þrista

Fyrstur til þess að ná áfanganum

Grindvíkingurinn skotvissi, Páll Axel Vilbergsson, skoraði í gær sína þúsundustu þriggja stiga körfu í efstu deild í körfuboltanum, fyrstur allra. Páll Axel leikur um þessar mundir með Skallagrímsmönnum, en körfuna skoraði hann í tapleik gegn Snæfellingum á heimavelli. Í samtali við Karfan.is sagði Páll að tilfinningin hefði ekkert verið svo sérstök. „Þegar öllu er á botninn hvolft snýst þetta allt um sigur eða töp. Vissulega hefði verið gaman að ná þessum áfanga í sigurleik, en af því að það varð tapleikur er þetta ekki eins skemmtilegt,“ sagði grindvíska skyttan. Páll skoraði 16 stig í leiknum og þar af fjóra þrista.

Fyrstu þriggja stiga körfuna í efstu deild skoraði Páll Axel með Grindvíkingum árið 1995, eða fyrir tæpum 19 árum. Páll hefur skorað 1002 þriggja stiga körfur í 476 leikjum, sem gerir rúmlega tvo þrista í leik.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024