Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Pálína og Sara í liði síðari umferðarinnar
Hér má sjá verðlaunahafa í uppgjöri seinni umferðarinnar í Domino's deild kvenna. Fulltrúar Suðurnesja eru þau Pálína Gunnlaugsdóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og dómarinn Kristinn Óskarsson. Mynd/Karfan.is
Þriðjudagur 2. apríl 2013 kl. 14:49

Pálína og Sara í liði síðari umferðarinnar

Í dag voru afhent verðlaun fyrir bestu frammistöðu leikmanna í síðari hluta Domino’s deildar kvenna í körfuknattleik. Keflavík átti tvo fulltrúa í liði síðari umferðarinnar en það voru þær Pálína Gunnlaugsdóttir og Sara Rún Hinriksdóttir.

KR-ingurinn Shannon McCallum var valin besti leikmaður síðari hlutans með hreint magnaðar tölur, 34,6 stig, 12,4 fráköst, 4,3 stoðsendingar og 36,8 framlagsstig að jafnaði í leik.

Úrvalslið síðari umferðarinnar var svo skipað:
Pálína Gunnlaugsdóttir - Keflavík
Kristrún Sigurjónsdóttir - Valur
Sara Rún Hinriksdóttir - Keflavík
Shannon McCallum - KR
Hildur Björg Kjartansdóttir - Snæfell

Gunnhildur Gunnarsdóttir leikmaður Hauka var útnefnd dugnaðarforkur síðari hlutans og Finnur Freyr Stefánsson þjálfari KR var valinn besti þjálfari síðari hlutans með 10 sigra og 4 töp seinni 14 umferðir deildarinnar.

Besti dómarinn í Domino´s deildunum á síðari hluta var útnefndur Kristinn Óskarsson.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024