Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Pálína og Guðjón þriggjastigameistarar
Mánudagur 15. desember 2008 kl. 15:16

Pálína og Guðjón þriggjastigameistarar

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Árleg þriggjastigakeppni var haldin sl. laugardag, en þá fóru fram stjörnuleikir KKÍ á Ásvöllum í Hafnarfirði. Vildi svo skemmtilega til að sigurvegarar bæði kvenna- og karlakeppninnar voru úr röðum Keflavíkur, en gömlum körfuboltakempum var boðið að koma og spreyta sig gegn þeim ungu. Pálína Gunnlaugsdóttir leikmaður kvennaliðs Keflavíkur sigraði í kvennaflokki og Guðjón Skúlason fyrrverandi leikmaður karlaliðsins sigraði í karlaflokki.

Í kvennakeppninni réðst sigurvegarinn ekki fyrr en í bráðabana, en þar kepptust Pálína og Efemía Sigurbjörnsdóttir úr Fjölni, og vann Pálina með 11 stigum gegn 9. Hjá körlunum var keppnin ekki eins jöfn og sigraði Guðjón í úrslitum með 15 stig, en næstur honum var Magnús Þór Gunnarsson úr Njarðvík með 10 stig.