Pálína í viðræðum við Grindavík
Pálína Gunnlaugsdóttir, fyrirliði og besti leikmaður Íslands- og bikarmeistara Keflavíkur í kvennakörfu á í viðræðum við Grindvíkinga um að leika með liðinu á næsta keppnistímabili.
Eins og fram kom hér á vf.is nýlega ákvað Pálína að semja ekki við Keflavík eftir sex ára veru hjá félaginu. Samkvæmt heimildum VF hefði Pálína orðið dýrasti leikmaður Keflavíkur ef hún hefði samþykkt að vera áfram.
Óli Björn Björgvinsson, formaður körfuknattleiksdeildar Grindavíkur staðfesti í samtali við Fréttablaðið en viðræður væru komnar vel á veg.