Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Óvíst með þátttöku Einars Orra í sumar
Einar Orri í leik með Keflavík á síðustu leiktíð.
Mánudagur 8. apríl 2013 kl. 14:58

Óvíst með þátttöku Einars Orra í sumar

Alger óvissa er uppi um hversu mikið Einar Orri Einarsson, miðjumaður Keflavíkur, getur leikið með liðinu í sumar. Hann fann fyrir meiðslum í nóvember og eftir rannsókn kom í ljós að brjóskskemmdir við hné eru að plaga leikmanninn.

Óljóst er hvenær hann snýr tilbaka úr meiðslum en í samtali við Vísi.is segist Einar vona það besta. „Ég verð sáttur ef þetta eru bara sex mánuðir. Ég ætla aðeins að fara að keyra á þetta,“ segir Einar. Keflavík heldur í árlega æfingaferð sína á morgun og þar ætlar Einar að reyna að gera meira en að liggja í sólbaði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það kemur svo í ljós í næsta mánuði hversu langt á veg Einar er kominn í meiðslum sínum. Hann verður líklega ekki með Keflavík í fyrstu leikjum sumarsins en gæti verið klár í slaginn í byrjun júní ef allt gengur að óskum. Einar var einn af betri leikmönnum Keflavíkur á síðustu leiktíð og væri það áfall fyrir liðið ef hann yrði mikið frá í sumar.