Óvenjulegar uppstillingar í tapleik gegn FH
Keflavík tapaði gegn FH, 3-1, á Keflavíkurvelli á Íslandsmótinu í 1. flokki karla í gær en leikir þessa flokks eru notaðir fyrir leikmenn sem hafa þurft að verma varamannabekk meistaraflokks, verið meiddir eða í banni. Keflavíkurliðinu var stillt óvenjulega upp að þessu sinni en Guðmundur Steinarsson markahæsti leikmaður Keflavíkurlisins undanfarin ár var settur í vinstri bakvörðinn og varnar-/miðjumaðurinn Jóhann Benediktsson var settur í fremstu víglínu.Hvort þetta sé eitthvað sem koma skal í leikjum hjá meistaraflokki er óvíst en það er greinilegt á þessu að einhverjar breytingar verða í næsta leik hjá liðinu sem er gegn KR á útivelli.