Óvænt úrslit í Keflavík
Stjörnumenn stálu fyrsta leiknum
Keflvíkingar töpuðu rétt í þessu gegn Stjörnunni í fyrsta leik liðanna í úrslitakeppni Domino's deildar karla. Stjörnumenn komu öllum á óvart og unnu Keflvíkinga á þeirra eigin heimavelli, 81-87 lokatölur í spennandi leik.
Stjörnumenn leiddu í hálfleik 32-43 en Keflvíkingar komu virkilega stemdir til leiks í þriðja leikhluta og náðu að komast yfir áður en lokaspretturinn hófst. Stjörnumenn reyndust sterkari undir lokin en mikil barátta var í leiknum eins og gefur að skilja. Sannarlega óvænt úrslit í Keflavík
Michale Craion var bestur í liði heimamanna en hann skoraði 28 stig og tók 17 fráköst. Magnús Gunnarsson var svo með 18 stig og Darrell Lewis 11. Hjá Stjörnunni var Justin Shouse með 28 stig og Hairston með 17 stig og 17 fráköst.
Keflavík-Stjarnan 81-87 (14-22, 18-21, 32-18, 17-26) Staðan og gangur leiks.
Keflavík: Michael Craion 28/17 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 18/5 stoðsendingar, Darrel Keith Lewis 11/5 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9, Valur Orri Valsson 7, Guðmundur Jónsson 6/4 fráköst, Gunnar Ólafsson 2, Andri Daníelsson 0, Þröstur Leó Jóhannsson 0, Hilmir Gauti Guðjónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Aron Freyr Kristjánsson 0.
Stjarnan: Justin Shouse 28/8 stoðsendingar, Matthew James Hairston 17/17 fráköst, Marvin Valdimarsson 15/10 fráköst, Jón Sverrisson 11/9 fráköst, Dagur Kár Jónsson 7, Fannar Freyr Helgason 5, Sæmundur Valdimarsson 4, Sigurður Dagur Sturluson 0, Tómas Þórður Hilmarsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Daði Lár Jónsson 0, Björn Steinar Brynjólfsson 0.
Dómarar: Leifur S. Garðarsson, Davíð Kristján Hreiðarsson, Halldor Geir Jensson