Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Óvænt uppsögn í Vogunum
Guðmundi Inga hefur verið sagt upp störfum í Vogum. Mynd/Karfan.is
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 13. febrúar 2024 kl. 09:56

Óvænt uppsögn í Vogunum

Stjórn körfuknattleiksdeildar Þróttar hefur tekið þá ákvörðun að segja Guðmundi Inga Skúlasyni, þjálfara meistaraflokks Þróttar, upp störfum.

Ákvörðunin kemur flestum á óvart enda hefur Guðmundur Ingi þótt vera að gera góði hluti með lið Þróttar sem hann tók við árið 2021. Undir hans stjórn hefur Þróttur farið úr þriðju deild upp í þá fyrstu og fór t.a.m. taplaust í gegnum tímabilið í fyrra. Þá siglir Þróttur lygnan sjó á sínu fyrsta ári í næstefstu deild og eru að öllum líkindum búnir að tryggja áframhaldandi veru sína þar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í færslu á Facebook-síðu Þróttar Vogum vill stjórn körfuknattleiksdeildarinnar koma á framfæri miklum þökkum til Guðmundar fyrir gott samstarf og framlag hans til félagsins hefur verið algjörlega ómetanlegt.

Leit að nýjum þjálfara er þegar hafin.