Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 29. september 2000 kl. 13:55

Óvænt tap Njarðvíkinga á Króknum

Njarðvíkingar töpuðu í fyrstu umferð Epson-deildarinnar í körfubolta á Sauðárkróki. Grindvíkingar lögðu Val en leik Keflavíkur og Hauka var frestað vegna bilunar í skotklukku. Keppni í Epson-deildinni hófst í gærkvöld með látum. Óvænt úrslit urðu í Austurbergi þar sem nýliðar ÍR skelltu Íslandsmeisturum KR, 101-90. Fresta varð leik Keflavíkur og Hauka þar sem leikklukkan í íþróttahúsinu í Keflavík var ónothæf. Leikur Keflavíkur og Hauka verður nk. þriðjudagskvöld. Á Sauðárkróki tóku heimamenn í Tindastól á móti deildarmeisturum síðasta keppnistímabils, Njarðvíkingum. Heimamenn báru sigur úr bítum 84-73. Bikarmeistarar Grindvíkinga sigruðu nýliða Vals í Grindavík 78-65.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024