Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 18. október 2003 kl. 19:34

Óvænt tap Keflavíkur

Keflavík tapaði óvænt fyrir KR í 1. deild kvenna í körfuknattleik í dag 79-69. KR-stúlkur, sem voru á heimavelli, sýndu af sér mikill baráttuanda og unnu upp forskot Keflvíkinga, sem höfðu leitt í hálfleik 33-38,og unnu góðan sigur.  Keflavíkurstúlkur spiluðu ekki vel gegn frísku liði heimamanna, sem voru ekki sigurstranglegar fyrir leikinn eftir tvö töp í fyrstu tveimur leikjum sínum í deildinni. Hjörtur Harðarsson, þjálfari Keflavíkur, sagði að KR-stúlkur hafi verið tilbúnar í leikinn en en ekki sínir liðsmenn. Þær hafi virkað óöruggar í sókninni, misst boltann oft og klikkað á allt of mörgum auðveldum skotum. Þá hafi vörnin verið slök í leiknum og stúlkurnar verið of seinar til baka eftir að þær töpuðu boltanum í sókninni.

Aðspurður að því hvort fjarvera Erlu Þorsteinsdóttur vegna meiðsla hafi átt hlut í tapinu sagði Hjörtur að þrátt fyrir að Erla sé einn sterkasti leikmaður þeirra sé nóg af mannskap til að fylla í skarðið til að vinna leiki eins og þennan.

 

Hildur Sigurðardóttir bar af í sigurliði KR og skoraði 30 stig, tók 16 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Í liði Keflavíkur fór Anna María Sveinsdóttir fyrir sínu liði eins og svo oft áður og skoraði 17 stig og tók 12 fráköst. Birna Valgarðsdóttir var næst-stigahæst með 16 stig.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024