Óvænt tap í Grindavík
Valsmenn komu á óvart er þeir lögðu Grindvíkinga að velli í Grindavík, 2:1, í fyrstu umferð Íslandsmóts karla í knattspyrnu. Jóhann Hreiðarsson skoraði bæði mörk Vals, það fyrra úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik en það síðara í síðari hálfleik. Ólafur Örn Bjarnason kom Grindvíkingum yfir á 10. mínútu úr vítaspyrnu. Grindvíkingar áttu fullt í fangi með Valsmenn í leiknum og oft skall hurð nærri hælum við mark Grindvíkinga. Þar stór Ólafur Gottskálksson sem klettur, þrátt fyrir mörkin tvö.