Óvænt tap hjá Njarðvík - Grindavík og Keflavík unnu bæði
Njarðvíkingar töpuðu óvænt gegn ÍR í Ljónagryfjunni í Domino’s deild karla í körfubolta í gærkvöldi. Grindvíkingar unnu á sama tíma hins vegar Hauka og Keflavík vann góðan útisigur á Þór Þorlákshöfn.
Njarðvíkinga hafa ekki verið í miklu stuði eftir áramótin og þetta var þriðji ósigur þeirra í röð í deildinni en þeir töpuðu líka í Geysis-bikarúrslitum nýlega. Leikurinn við ÍR var jafn og spennandi og var framlengdur eftir 85-85 lokatölur í venjulegum leiktíma. Í framlengingunni voru Breiðhyltingar með fyrrum Keflvíking í fararbroddi mun betri og tryggðu sér sigur. Ekki dugðu 32 stig frá Elvari Má Friðrikssyni sem tók líka 9 fráköst.
Njarðvík-ÍR 95-98 (23-15, 23-28, 28-25, 11-17, 10-13)
Njarðvík: Elvar Már Friðriksson 32/9 fráköst/9 stoðsendingar, Mario Matasovic 19/11 fráköst, Eric Katenda 18/12 fráköst, Jeb Ivey 15, Kristinn Pálsson 3, Maciek Stanislav Baginski 3, Logi Gunnarsson 3, Jon Arnor Sverrisson 2, Adam Eiður Ásgeirsson 0, Ólafur Helgi Jónsson 0/4 fráköst, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Veigar Páll Alexandersson 0.
Keflvíkingar gerðu góða ferð í Þorlákshöfn og unnu heimamenn í mjög spennandi leik 99-103. Hörður Axel Vilhjálmsson skoraði 24 stig og Michael Crion var með 22 stig og 11 fráköst en fór út af með 5 villur í 3. leikhluta.
Þór Þ.-Keflavík 99-103 (28-30, 21-25, 23-19, 27-29)
Keflavík: Hörður Axel Vilhjálmsson 24/6 stoðsendingar/5 stolnir, Michael Craion 22/14 fráköst/5 stoðsendingar, Gunnar Ólafsson 18, Mindaugas Kacinas 18/12 fráköst, Reggie Dupree 9, Magnús Már Traustason 6, Magnús Þór Gunnarsson 3, Ágúst Orrason 3, Elvar Snær Guðjónsson 0, Nói Sigurðarson 0, Andri Þór Tryggvason 0, Sigurður Hólm Brynjarsson 0.
Grindvíkingar eru að berjast um að komast í úrslitakeppnina en þeir lögðu slaka Hauka 73-83. Lewis Clinch var atkvæðamestur og skoraði 27 stig.
Haukar-Grindavík 73-83 (22-27, 16-21, 18-11, 17-24)
Grindavík: Lewis Clinch Jr. 27/7 fráköst, Jordy Kuiper 17/11 fráköst, Ingvi Þór Guðmundsson 13/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/12 fráköst, Johann Arni Olafsson 6, Sigtryggur Arnar Björnsson 4/5 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 3, Sverrir Týr Sigurðsson 1, Nökkvi Már Nökkvason 0, Jens Valgeir Óskarsson 0/5 fráköst, Hilmir Kristjánsson 0, Jóhann Dagur Bjarnason 0.