Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Óvænt tap Grindvíkinga
Föstudagur 31. janúar 2014 kl. 08:09

Óvænt tap Grindvíkinga

Öruggt hjá Reykjanesbæjarliðunum

Njarðvíkingar svöruðu ósigri gegn Keflvíkingum á dögunum með öruggum sigri gegn Þórsurum í Domino's deild karla í gær. Niðurstaðan var 100-73 sigur sem aldrei var í hættu hjá heimamönnum í Njarðvík. Í hálfleik var staðan 50-35. Hjá Njarðvíkingum var Tracy Smith stigahæstur með 27 stig en þeir Logi Gunnarsson og Elvar Friðriksson voru ekki langt undan.

Tölfræðin:
Njarðvík: Tracy Smith Jr. 27/12 fráköst, Logi Gunnarsson 22/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 20/5 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Maciej Stanislav Baginski 10, Ólafur Helgi Jónsson 9/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9/5 fráköst, Ágúst Orrason 3, Brynjar Þór Guðnason 0, Halldór Örn Halldórsson 0, Magnús Már Traustason 0, Óli Ragnar Alexandersson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Óvænt tap Grindvíkinga

Grindvíkingar töpuðu nokkuð óvænt í Breiðholtinu þrátt fyrir góðan endasprett. ÍR hafði 96-94 sigur þar sem fyrrum Njarðvíkingurinn Nigel Moore gældi við þrennuna. Hjá Grindavík var það Lewis Clinch sem átti góðan dag ásamt Ómari Sævarssyni, á meðan aðrir lykilmenn fundu ekki fjölina sína.

Tölfræðin:
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 25/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 18/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 8, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 4, Kjartan Helgi  Steinþórsson 2, Fannar Elíasson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0.

Keflvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með Valsmenn á heimavelli sínum í gær og höfðu 106-92 sigur. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og uppskáru að lokum verðskuldaðan sigur. Hjá heimamönnum var Mike Craion hrikalegur með 30 stig og 12 fráköst. Guðmundur Jónsson hafði sig lítið frammi við í sigrinum gegn Njarðvík, en hann vaknaði til lífsins gegn Hlíðarendapiltum í gær.

Tölfræðin:

Keflavík: Michael Craion 30/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 19/4 varin skot, Darrel Keith Lewis 17, Gunnar Ólafsson 15/4 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 6, Valur Orri Valsson 5, Andri Daníelsson 5/5 fráköst, Hilmir Gauti Guðjónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Aron Freyr Kristjánsson 0, Sigurþór Ingi Sigurþórsson 0.