Óvænt tap Grindvíkinga
Öruggt hjá Reykjanesbæjarliðunum
Njarðvíkingar svöruðu ósigri gegn Keflvíkingum á dögunum með öruggum sigri gegn Þórsurum í Domino's deild karla í gær. Niðurstaðan var 100-73 sigur sem aldrei var í hættu hjá heimamönnum í Njarðvík. Í hálfleik var staðan 50-35. Hjá Njarðvíkingum var Tracy Smith stigahæstur með 27 stig en þeir Logi Gunnarsson og Elvar Friðriksson voru ekki langt undan.
Tölfræðin:
Njarðvík: Tracy Smith Jr. 27/12 fráköst, Logi Gunnarsson 22/4 fráköst, Elvar Már Friðriksson 20/5 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Maciej Stanislav Baginski 10, Ólafur Helgi Jónsson 9/7 fráköst, Hjörtur Hrafn Einarsson 9/5 fráköst, Ágúst Orrason 3, Brynjar Þór Guðnason 0, Halldór Örn Halldórsson 0, Magnús Már Traustason 0, Óli Ragnar Alexandersson 0, Ragnar Helgi Friðriksson 0.
Óvænt tap Grindvíkinga
Grindvíkingar töpuðu nokkuð óvænt í Breiðholtinu þrátt fyrir góðan endasprett. ÍR hafði 96-94 sigur þar sem fyrrum Njarðvíkingurinn Nigel Moore gældi við þrennuna. Hjá Grindavík var það Lewis Clinch sem átti góðan dag ásamt Ómari Sævarssyni, á meðan aðrir lykilmenn fundu ekki fjölina sína.
Tölfræðin:
Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 25/6 fráköst/8 stoðsendingar, Ómar Örn Sævarsson 18/9 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 11/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 10/4 fráköst, Þorleifur Ólafsson 9/4 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 8, Ólafur Ólafsson 7/4 fráköst, Jens Valgeir Óskarsson 4, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Fannar Elíasson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Magnús Már Ellertsson 0.
Keflvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með Valsmenn á heimavelli sínum í gær og höfðu 106-92 sigur. Keflvíkingar leiddu allan leikinn og uppskáru að lokum verðskuldaðan sigur. Hjá heimamönnum var Mike Craion hrikalegur með 30 stig og 12 fráköst. Guðmundur Jónsson hafði sig lítið frammi við í sigrinum gegn Njarðvík, en hann vaknaði til lífsins gegn Hlíðarendapiltum í gær.
Tölfræðin:
Keflavík: Michael Craion 30/12 fráköst, Guðmundur Jónsson 19/4 varin skot, Darrel Keith Lewis 17, Gunnar Ólafsson 15/4 fráköst, Arnar Freyr Jónsson 9/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 6, Valur Orri Valsson 5, Andri Daníelsson 5/5 fráköst, Hilmir Gauti Guðjónsson 0, Hafliði Már Brynjarsson 0, Aron Freyr Kristjánsson 0, Sigurþór Ingi Sigurþórsson 0.