Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ottó og Börkur sigruðu á fyrsta móti sumarsins í Leirunni
Fimmtudagur 3. maí 2007 kl. 14:48

Ottó og Börkur sigruðu á fyrsta móti sumarsins í Leirunni

Hátt í 200 kylfingar mættu til leiks á fyrsta opna mót sumarsins í Leirunni, Opna Carlsbergmótið, sem fram fór um helgina. Þó svo að það hafi blásið hressilega, 14-15 m/s, létu keppendur það ekki á sig fá og nutu þess að spila inn á sumarflatir, sem voru ótrúlega góðar miðað við árstíma. Margir afrekskylfingar voru með í mótinu; Ottó Sigurðsson úr GKG og Guðjón Karl Þórisson úr GKj lék best allra, á 73 höggum, eða 1  höggi yfir pari vallar. Sigurður Pétursson úr GR var á 74 höggum og þeir Hjalti Atlason úr GOB og Örn Ævar Hjartarson úr GS léku á 75 höggum.

Leikfyrirkomulag í mótinu var punktakeppni, með og án forgjafar. Börkur Geir Þorgeirsson úr GHH sigaði með forgjöf, fékk 40 punkta og Ottó Sigurðsson sigraði í keppni án forgjafar, með 35 punkta. Annars voru úrslit sem hér segir:

Punktakeppni með forgjöf:
1. Börkur Geir Þorgeirsson GHH 40 punktar.
2. Birgir Albertsson GS  40 punktar.
3. Guðjón Karl Þórisson GKJ  37 punktar.

Punktakeppni án forgjafar:
1. Ottó Sigurðsson GKG 35 punktar.
2. Guðjón Karl Þórisson GKJ  35 punktar.
3. Sigurður Pétursson  GR 34 punktar.

Nándarverðlaun:
3. braut: Gestur Sæmundsson GKG 1,77 m
8. braut Leifur Kristjánsson  GR 2,28 m
16. braut Vilhjálmur Ólafsson GS 0,83 m

Sjá öll úrslit á golf.is.

Myndir/Kylfingur.is: Frá mótinu

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024