Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Ótrúlegur síðari hálfleikur tryggði sigur
Miðvikudagur 23. mars 2016 kl. 21:05

Ótrúlegur síðari hálfleikur tryggði sigur

Keflvíkingar slátruðu Stólunum og staðan 2-1

Ótrúlegur síðari hálfleikur hjá Keflvíkingum var lykillinn að öruggum sigri gegn Stólunum í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum í Sláturhúsinu í kvöld. Lokatölur 95:71 fyrir heimamenn í Keflavík þar sem þeir unnu síðari hálfleik með 19 stigum eftir að jafnt var 49:49 í hálfleik.

Stólanir byrjuðu leikinn mun betur og eflaust voru einhverjir Keflvíkingar orðnir nokkuð skelkaðir um að tímabilið væri á enda. Keflvíkingar voru alls ekki á þeim buxunum og börðust eins og ljón til þess að snúa leiknum sér í vil. Fremstur í flokki Keflvíkinga fór Jerome Hill sem hefur verið nokkuð gangrýndur fyrir frammistöðu sína að undanförnu. Hann sýndi sparihliðarnar og átti hreint magnaðan leik, skilaði 28 stigum og 21 frákasti. Magnús Már Traustason steig einnig upp hjá Keflvíkingum og skoraði 24 stig, en hann átti stóran þátt í því að heimamenn náðu góðu forskoti í þriðja leikhluta. Valur Orri fann fjölina sína í kvöld og stjórnaði leik Keflvíkinga eins og foringi. Varnarleikur Keflvíkinga var til fyrirmyndar en þeir héldu Stólunum í 22 stigum í síðari hálfleik. 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflavík-Tindastóll 95-71 (25-31, 24-18, 27-14, 19-8)

Keflavík: Jerome Hill 28/21 fráköst/3 varin skot, Magnús Már Traustason 24/8 fráköst, Valur Orri Valsson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Reggie Dupree 7/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 7/4 fráköst, Ágúst Orrason 6, Andrés Kristleifsson 3/5 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 3, Andri Daníelsson 0, Daði Lár Jónsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0, Davíð Páll Hermannsson 0.

Tindastóll: Darrel Keith Lewis 22/11 fráköst, Anthony Isaiah Gurley 11/4 fráköst, Viðar Ágústsson 11/5 fráköst, Pétur Rúnar Birgisson 9/4 fráköst/5 stoðsendingar, Myron Dempsey 9/8 fráköst/4 varin skot, Helgi Rafn Viggósson 6/6 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 3, Hannes Ingi Másson 0, Ingvi Rafn Ingvarsson 0, Sigurður Páll Stefánsson 0, Kári Marísson 0, Pálmi Þórsson 0.