Ótrúlegir yfirburðir Njarðvíkinga
Yngsti leikmaður í sögu Njarðvíkur lék sinn fyrsta meistaraflokksleik. „Nýr Óskar Örn,“ segir Bjarni Jóhannsson, þjálfari Njarðvíkinga.
Það var fyrirfram búist við hörkuviðureign þegar tvö efstu lið 2. deildar, Njarðvík og Ægir, mættust á Rafholtsvellinum í gær. Þau voru jöfn að stigum og hvorugt lið hafði tapað leik – en Njarðvíkingar sýndu frábæra frammistöðu og gengu hreinlega frá gestunum í fyrri hálfleik. Lokatölur 6:0 og Njarðvíkingar því einir í efsta sæti.
Það voru ekki liðnar nema tíu mínútur þegar Úlfur Ágúst Björnsson opnaði markareikning sinn og Njarðvíkur en Úlfur Ágúst var svo sannarlega á skotskónum í gær og skoraði þrennu, öll mörkin í fyrri hálfleik (10'. 29' og 41').
Kenneth Hogg gerði annað mark Njarðvíkinga (19') og lygileg staða í hálfleik, 4:0. Gestirnir hreinlega yfirspilaðir og nánast niðurlægðir en það var ekki að sjá að þarna færu tvö svipað góð lið á vellinum.
Njarðvíkingar gáfu örlítið eftir í seinni hálfleik og gestirnir reyndu hvað þeir gátu að minnka skaðann. Vörn heimamanna var skipulögð og Ægismenn náðu aldrei að brjóta hana á bak aftur þótt þeir hafi komist nærri því þegar langt var liðið á leikinn en þá var tréverkið fyrir og inn vildi boltinn ekki.
Fyrirliðinn Marc McAusland var traustur sem fyrr í vörninni og hann bætti fimmta marki Njarðvíkinga með góðum skalla eftir hornspyrnu (69'). Það var svo Oumar Diouck sem rak endahnútinn á frábæra frammistöðu Njarðvíkinga með sjötta markinu (72') og Njarðvíkingar sitja því einir á toppnum, þremur stigum fyrir ofan Ægi.
Jóhann Páll Kristbjörnsson, ljósmyndari Víkurfrétta, tók myndir á leiknum sem má sjá í myndasafni neðst á síðunni. Einnig er viðtal við Bjarna Jóhannsson, kampakátan þjálfara Njarðvíkinga, eftir leik í spilararanum fyrir neðan fréttina.
Freysteinn Ingi sló met Óskars Arnars frá síðustu öld!Freysteinn Ingi Guðnason, sem uppalinn er í yngri flokkum Njarðvíkur, varð í gærkvöld yngsti leikmaður í sögu félagsins þegar hann kom inn á sem varamaður í stórsigri Njarðvíkur á Ægi. Freysteinn Ingi var fjórtán ára, ellefu mánaða og ellefu daga gamall þegar honum var skipt inn á og lék síðustu mínúturnar af leiknum. Tíu leikmenn í sögu Njarðvíkur til þess að spila mótsleik með meistaraflokki: 1 Freysteinn Ingi Guðnason (2007) - 14 ára, 11 mán, 11 daga. |
Þróttur nálægt fyrsta sigrinum í Lengjudeildinni
Þróttarar komust yfir gegn KV í gær með marki Alexanders Helgasonar skömmu fyrir leikhlé (42') eftir vel útfærða skyndisókn.
Þegar lítið var eftir braut Rafal Stefán Daníelsson, markvörður Þróttar, á sóknarmanni KV og uppskar rautt spjald og vítaspyrna dæmd. KV jafnaði metin úr vítinu (80') og sóttu þungt síðustu mínúturnar.
Jafntefli niðurstaðan og Þróttarar eru neðstir með tvö stig, tveimur stigum fyrir neðan KV.
Hafnir - KM 4:1 (4. deild C riðill)
Mörk Hafna: Þorgils Gauti Halldórsson (14' (víti) og 29'), Sigurður Þór Hallgrímsson (19') og Kristófer Orri Magnússon (34').
GG - KFR 2:2 (4. deild D riðill)
Mörk GG: Birkir Snær Sigurðsson (8') og Gylfi Örn Á Öfjörð (63').