Ótrúleg spenna í 1. deild karla
Grindvíkingar teknir í kennslustund á heimavelli
Grindvíkingar höfðu sætaskipti við Fjölnismenn í 1. deild karla í knattspyrnu karla í gær. Fjölninismenn hirtu þá toppsætið af Grindvíkingum þegar þeir unnu 0-4 sigur á þeim gulklæddu á heimavelli þeirra. Heimamenn sáu aldrei til sólar í leiknum en staðan var 0-2 í hálfleik. Leikmaður Grindvíkinga Marko Valdimar Stefánsson var borinn af velli á 30. mínútu eftir að hafa fengið olnbogaskot í hornspyrnu. Þurfti að flytja leikmannin með sjúkrabíl á sjúkrahús spítala en samkvæmt síðustu fréttum er í góðu lagi með hann, sem þurfti að gista yfir nóttina til öryggis.
Ekki leið á löngu þar til staðan var orðið 0-3 og útlitið vægast sagt svart fyrir Grindvíkinga í byrjun siðari hálfleiks. Niðurstaðan var 4-0 verðskuldaður sigur Fjölnismanna en með heppni hefðu Grindvíkingar geta skorað eitt til tvö mörk.
Staðan í 1. er ótrúleg en Fjölnismenn eru efstir með 37 stig og á eftir koma þrjú lið sem eru öll með 36, þar á meðal Grindvíkingar. Grindavík á tvo leiki eftir en þeir eru gegn KF á útivelli og loks gegn KA heima. Ljóst er að spennan verður mikið í baráttunni um sæti í efstu deild að ári.
Mörk Fjölnis í leiknum:
0-1 Ragnar Leósson ('7)
0-2 Aron Sigurðarson ('23)
0-3 Þórir Guðjónsson ('46)
0-4 Ragnar Leósson ('61)
Benóný Þórhallsson markvörður Grindvíkinga hafði í nógu að snúast í leiknum.
VF-myndir: HBB
Leikmaður Grindvíkinga Marko Valdimar Stefánsson var borinn af velli á 30. mínútu eftir að hafa fengið olnbogaskot í hornspyrnu. Þurfti að flytja leikmannin með sjúkrabíl á sjúkrahús spítala en samkvæmt síðustu fréttum er í góðu lagi með hann, sem þurfti að gista yfir nóttina til öryggis.