Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Ótrúleg endurkoma Íslandsmeistaranna
Sunnudagur 15. desember 2013 kl. 21:18

Ótrúleg endurkoma Íslandsmeistaranna

Grindvíkingar unnu seinni hálfleik með 30 stigum

Grindvíkingar sóttu magnaðan sigur gegn Skallagrími eftir að leikurinn virtist svo gott sem tapaður í hálfleik hjá Suðurnesjapiltum. Borgnesingar sem léku á heimavelli voru sjóðheitir í fyrri hálfleik og þá sérstaklega í öðrum leikhluta þar sem þeir skorðuðu 31 stig geng 17 frá gestunum. Munurinn var 18 stig þegar liðin gegnu til klefa í hálfleik og útlitið svart hjá Grindvíkingum. Sverrir Þór Sverrisson hefur látið nokkur vel valin orð falla í klefanum í hálfleik en Grindvíkingar hreinlega skelltu í lás í vörninni þegar aftur var flautað til leiks. Borgnesingar skoruðu aðeins 23 í seinni hálfleik gegn varnarmúr Grindvíkinga, á meðan Íslandsmeistararnir sölluðu niður 53 stigum. Það gerir 30 stiga mun bara í seinni hálfleik! Lokatölur urðu 73-85 Grindvíkingum í vil.

Hjá Grindvíkingum var Earnest Lewis Clinch Jr. með 20 stig og Sigurður Þorsteinsson gerði 18. Nánari tölfræði hér að neðan.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík: Earnest Lewis Clinch Jr. 20/7 fráköst, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 18/5 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 15/5 fráköst, Jón Axel Guðmundsson 10/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 7/5 fráköst, Þorleifur Ólafsson 7, Ómar Örn Sævarsson 4/4 fráköst, Nökkvi Harðarson 2, Hilmir Kristjánsson 2, Jens Valgeir Óskarsson 0, Hinrik Guðbjartsson 0, Fannar Elíasson 0.