Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

  • Óskar Örn með draumamark
  • Óskar Örn með draumamark
    Njarðvíkingurinn Óskar skoraði bæði mörkin í úrslitaleiknum.
Föstudagur 22. apríl 2016 kl. 10:05

Óskar Örn með draumamark

Sjáðu mark ársins í íslenska boltanum

Njarðvíkingurinn Óskar Örn Hauksson hefur líklega skorað mark ársins í fótboltanum þó svo að tímabilið sé ekki enn hafið. Óskar leikur með KR-ingum, en þeir sigruðu Víkinga í gær í úrslitum Lengjubikarsins. Óskar skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri en það seinna var sannarlega af dýrari gerðinni. Boltinn barst til Óskars við miðjubogann á hans eigin vallarhelmingi. Óskar mundaði vinstri fótinn góða og lét vaða af líklega góðum 50 metrum og boltinn sveif yfir markmann Víkinga sem stóð heldur framarlega. Markið má sjá hér á heimasíðu Vísis.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024