Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Óskar Örn Hauksson aftur til Grindavíkur
Óskar Örn Hauksson og Haukur Guðberg Einarsson, formaður knattspyrnudeildar UMFG, voru kampakátir við undirritun samningsins. VF-mynd: SDD
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson
Sigurbjörn Daði Dagbjartsson skrifar
sunnudaginn 11. desember 2022 kl. 16:10

Óskar Örn Hauksson aftur til Grindavíkur

 „Ekki kominn í afslöppun,“ segir Óskar Örn.

Rétt í þessu skrifaði Óskar Örn Hauksson, knattspyrnumaður, undir samning við Grindavík og endurnýjar þar með kynnin við gula en Óskar, sem er Njarðvíkingur, lék með Grindavík í þrjú tímabil til ársins 2006. Gekk þá til liðs við KR en tók stutt stopp í Garðabænum í fyrra áður en hann hélt aftur á Suðurnesin.

Valið stóð á milli uppeldisklúbbsins Njarðvíkur og Grindavíkur og var ekki einfalt: „Það voru bara tvö félög sem komu til greina hjá mér og þetta var erfið ákvörðun en á endanum held ég að þetta henti mér betur á þessum tímapunkti, Grindavík setur stefnuna á að fara upp í efstu deild á meðan Njarðvíkingar komu upp í Lengjudeildina á síðasta tímabili og eru því kannski ekki á sama stað. Ég þekki mig vel hér í Grindavík, tel mig ennþá hafa fullt fram að færa og hlakka til að hjálpa Grindavík að ná markmiðum sínum.“

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024