Óskar Örn braut ristarbein
Njarðvíkingurinn knái Óskar Örn Hauksson leikur ekki meira með KR í sumar sökum meiðsla en hann braut ristarbein í leik við Dinamo Tbilisi í Georgíu í gærkvöldi.
Óskar Örn hefur spilað alla leiki KR í Pepsideildinni í knattspyrnu til þessa í sumar og skorað þrjú mörk. Ljóst er að meiðsli hans eru mikið áfall fyrir toppliðið.
Mynd: Óskar lék með Grindvíkingum áður en hann fór til KR.