Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Óskar á förum frá Grindavík?
Þriðjudagur 16. október 2012 kl. 16:18

Óskar á förum frá Grindavík?

Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, gæti verið á förum frá félaginu. Grindavík féll úr Pepsi-deildinni á..

Óskar Pétursson, markvörður Grindvíkinga, gæti verið á förum frá félaginu. Grindavík féll úr Pepsi-deildinni á dögunum en Óskar íhugar að spila áfram á meðal þeirra bestu.

,,Það heillar óneitanlega að spila áfram í efstu deild og ef ég fæ tækifæri til þess mun ég skoða það mjög vandlega," sagði Óskar við Fótbolta.net í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

,,Í Grindavík eru frábært fólk sem sér um deildina og mér hefur alltaf liðið mjög vel í Grindavík. En í ljósi aðstæðna verð ég að huga að framtíð minni í fótboltanum og hvort hún verði í Grindavík eða annarstaðar er óákveðið. Ég skoða allt sem kemur á borðið."

Óskar er 23 ára gamall en hann hefur verið aðalmarkvörður Grindvíkinga undanfarin ár.  Óskar var einnig á mála hjá Ipswich á unglingsárum sínum en hann hefur leikið með bæði U21 og U19 ára landsliði Íslands. Nú þegar hefur Ólafur Örn Bjarnason yfirgefið herbúðir Grindavíkur og líklegt er að fleiri leikmenn fari fylgi í kjölfarið. Alexander Magnússon hefur t.a.m. verið sterklega orðaður við Keflavík.