Ósigraðar á toppnum
Í 1. deild kvenna í körfubolta sóttu Njarðvíkingar útisigur gegn Tindastól, lokatölur 59-68, fyrir þær grænu sem eru ósigraðar í deildinni það sem af er og sitja á toppi deildarinnar með sex stig. Nikitta Gartrell skoraði 23 stig og tók auk þess 19 fráköst. Erna Hákonardóttir spilaði vel en hún skoraði 15 stig í leiknum. Frekari tölfræði hér að neðan.
Njarðvík: Nikitta Gartrell 23/19 fráköst/6 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 15/5 fráköst, Júlia Scheving Steindórsdóttir 14/6 fráköst, Björk Gunnarsdótir 6, Andrea Björt Ólafsdóttir 6/9 fráköst, Svala Sigurðadóttir 2/5 fráköst, Guðbjörg Ósk Einarsdóttir 2, Karolina Chudzik 0, Snjólaug Ösp Jónsdóttir 0, Ásta Magnhildur Sigurðardóttir 0, Ása Böðvarsdóttir-Taylor 0, María Ben Jónsdóttir 0.