Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Örvhentur eins og James Harden
Miðvikudagur 1. mars 2017 kl. 10:11

Örvhentur eins og James Harden

Körfuboltasnillingur vikunnar - Róbert Shawn Birmingham

Körfuboltasnillingur vikunnar er Njarðvíkingurinn Róbert Shawn Birmingham. Róbert æfir fjórum sinnum í viku auk þess að gera aukaæfingar með pabba sínum. Hann stefnir á að spila í útlöndum í framtíðinni.

Aldur og félag: 12 ára og er í Njarðvík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hvað æfir þú oft í viku? Fjórum sinnum og geri líka boltaæfingar heima með pabba.

Hvaða stöðu spilar þú? Bakvörður.

Hver eru markmið þín í körfubolta? Verða betri og spila í útlöndum.

Skemmtilegasta æfingin? Allt.

Leiðilegasta æfingin? Ekkert.

Eftirlætis körfuboltamaður/kona á Íslandi? Logi Gunnarsson.

Eftirlætis körfuboltamaður/kona í NBA? James Harden, hann er örvhentur eins og ég.

Lið í NBA? New York Knicks.