Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur útisigur hjá Grindvíkingum
Jósef Kristinn Jósefsson skoraði fyrsta mark Grindavíkur í kvöld.
Fimmtudagur 13. júní 2013 kl. 22:28

Öruggur útisigur hjá Grindvíkingum

Grindavík er á toppi 1. deildar karla í knattspyrnu eftir öruggan útisigur á Þrótti R. á Valbjarnarvelli í kvöld. Úrslit leiksins urðu 0-3 fyrir Grindvíkinga sem eftir leiki kvöldsins eru einir á toppi deildarinnar með 15 stig í sex leikjum.

Jósef Kristinn Jósefsson kom Grindvíkingum yfir á 21. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði Juraj Grizelj aftur fyrir þá gulklæddu. Guðfinnur Þórir Ómarsson gulltryggði sigur Grindavíkur skömmu fyrir leikslok.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Eftir tap í fyrsta leik tímabilsins hafa Grindvíkingar unnið fimm leiki í röð og eru komnir í vænlega stöðu í deildinni. Þeir féllu úr Pepsi-deildinni á síðasta ári en virðast stefna hraðbyr upp í deild þeirra bestu á ný.

Þróttur R. 0-3 Grindavík
0-1 Jósef Kristinn Jósefsson ('21)
0-2 Juraj Grizelj ('23)
0-3 Guðfinnur Þórir Ómarsson ('87)