Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur Njarðvíkinga á Árborg
Föstudagur 15. júlí 2011 kl. 11:28

Öruggur sigur Njarðvíkinga á Árborg

Njarðvíkingar sigruðu botnlið Árborgar örugglega 0 - 4 á gervigrasinu á Selfossi í gærkvöldi í 2. deild karla í knattspyrnu. Njarðvíkingar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en heimamenn minntu ávallt á sig. Njarðvikingar náðu forystunni á 23. mínútu þegar Einar Valur Árnason fyrirliði kom boltanum í netið eftir hornspyrnu og þóf fyrir framan markið, Einar Valur var svo aftur á ferðinni á 34. mínútu með svipað mark eftir hornspyrnu.

Í seinni hálfleik réðu Njarðvíkingar gangi mála og bættu við tveimur mörkum og var það Ólafur Jón Jónsson sem gerði þau bæði á 56. og 70. mínútu. Njarðvíkingar hefðu getað bætt við fleiri mörkum en rangstöðugildra Árborgar var að virka vel.

Staðan:



VF-Mynd: Ólafur Jón skoraði tvö mörk í gær en hann hefur verið duglegur í fremstu víglínu Njarðvíkinga í sumar.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024