Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur KR í fyrsta leik
Fimmtudagur 30. mars 2017 kl. 20:56

Öruggur sigur KR í fyrsta leik

Keflvíkingar höfðu ekki erindi sem erfiði í Vesturbænum þar sem ógnarsterkir KR-ingar höfðu öruggan 19 stiga sigur, 90:71, í fyrsta leik liðanna í undanúrslitum karla í körfubolta.

Keflavík átti fá svör við leik meistaranna og voru nokkrir lykilleikmenn gestanna langt frá sínu besta í leiknum. Amin Stevens skilaði sínu vel með 25 stig 24 fráköst auk þess sem Reggie var sprækur með 14 stig. Aðrir voru frekar daprir ef satt skal segja.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Við þurfum að vera miklu áræðnari ef við ætlum að vinna KR. Ég þarf að vera ágengari og keyra meira á körfuna,“ sagði Hörður Axel í viðtali eftir leik.

„Við náum ekki takti og sjálfstraustið hrundi smátt og smátt og þeir gengu á lagið,“ sagði þjálfarinn Friðrik Ingi í leikslok.

Næsti leikur er á mánudag í TM-höllinni í Keflavík.

KR-Keflavík 90-71 (24-21, 22-20, 25-14, 19-16)

Keflavík: Amin Khalil Stevens 25/24 fráköst, Reggie Dupree 14/5 fráköst, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/5 stoðsendingar, Magnús Már Traustason 8, Guðmundur Jónsson 8, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 2, Gunnar Einarsson 0, Arnór Sveinsson 0, Kristján Örn Rúnarsson 0, Arnór Ingi Ingvason 0, Elvar Snær Guðjónsson 0.

KR: Darri Hilmarsson 18/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/9 fráköst, Philip Alawoya 11/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11, Jón Arnór Stefánsson 10/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 4/6 fráköst/8 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4, Vilhjálmur Kári Jensson 3, Arnór Hermannsson 0, Sigvaldi Eggertsson 0, Karvel Ágúst Schram 0.