Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur KR á Grindavík
Föstudagur 9. febrúar 2018 kl. 21:58

Öruggur sigur KR á Grindavík

Grindavík mætti Íslandsmeisturum KR í Frostaskjóli í kvöld í Domino´s- deild karla í körfu. KR var með yfirhöndina allan leikinn og var staðan eftir fyrsta leikhluta 26-11, KR leiddi á tímabili í öðrum leikhluta með 30 stigum og var staðan í hálfleik 53-25. Grindvíkingar mættu ákveðnari í seinni hálfleikinn en það dugði ekki til og var 30 stiga tap niðurstaðan. Grindavík er í 7. sæti deilarinnar eftir leik kvöldsins með 18 stig.

Stigahæstu leikmenn Grindavíkur voru  J'Nathan Bullock með 24 stig og 7 fráköst, Dagur Kár Jónsson með 19 stig og 6 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson með 8 stig, Ingvi Þór Guðmundsson með 7 stig, Þorsteinn Finnbogason með 6 stig og 4 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson með 5 stig og 5 fráköst og Ólafur Ólafsson með 3 stig og 4 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024