Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 3. nóvember 2002 kl. 21:17

Öruggur sigur Keflvíkinga í Kjörísbikarnum

Þrír leikir voru á dagskrá í Kjörísbikarkeppni karla í körfuknattleik í kvöld. Keflvíkingar eru gott sem komnir áfram eftir öruggan sigur á Breiðablik, 98:120, í Smáranum. Njarðvíkingum gekk ekki alveg jafn vel en þeir töpuðu fyrir Haukum á Ásvöllum, 97:89. Þá gerðu Grindvíkingar jafntefli við Tindastól fyrir norðan. Þess ber að geta að þetta voru fyrri leikirnir af tveimur í átta liða úrslitum en síðari leikirnir verða spilaðir á þriðjudag á heimavöllum Suðurnesjaliðanna.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024