Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Þriðjudagur 14. október 2003 kl. 23:25

Öruggur sigur Keflavíkur

Leik Keflavíkur og ÍR í 1. deild kvenna í körfuknattleik í Keflavík lauk á níunda tímanum í kvöld með öruggum sigri heimastúlkna 83-48. Til tíðinda dró í byrjun leiks þegar hinn öflugi leikmaður Keflavíkur, Erla Þorsteinsdóttir missti meðvitund eftir að hafa fengið olnbogaskot í höfuðið. Hún var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar þar sem kom ljós að hún hafði fengið heilahristing en hún er á batavegi. Það sem eftir lifði fyrri hálfleiks virkaði sókn Keflavíkur ótraust á köflum þar sem liðið var að missa boltann óþarflega mikið.
Í seinni hálfleik lagaðist sóknarleikurinn sem, ásamt góðri vörn, lagði grunninn að sigri Keflavíkurstúlkna sem tróna á toppi deildarinnar. Að leik loknum var Svava Ósk Stefánsdóttir valin maður leiksins en hún átti 6 stoðsendingar, tók 9 fráköst og skoraði 9 stig.
Hjörtur Harðarson, þjálfari Keflavíkur, var ánægður með leikinn sem bauð upp á hörku og hraða og sagði að þrátt fyrir stigamuninn hafi sigurinn síður en svo verið auðsóttur frekar en í öðrum leikjum. Aðspurður um leikinn gegn KR næstkomandi laugardag sagði Hjörtur að vissulega væru mótherjarnir ekki jafn sterkir og þær hafa verið undanfarin ár en engu að síður fari Keflavíkurstúlkur einbeittar í leikinn þar sem ekkert komi til greina nema sigur.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024