Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur í Breiðholtinu (video)
Mánudagur 7. nóvember 2005 kl. 16:47

Öruggur sigur í Breiðholtinu (video)

Njarðvíkingar komust í undanúrslit Powerade-bikars karla með öruggum sigri á ÍR í gær. Njarðvíkingar unnu fyrri leikinn með 5 stigum og þá samtals með 24 stigum.

Njarðvíkingar náðu strax góðri forystu á Breiðhyltinga, en staðan eftir fyrsta leikhluta var 12-21 fyrir gestina. Munurinn hélst á því bili fram að hálfleik þar sem staðan var 38-49, en í seinni hálfleik jókst munurinn og ljóst var í hvað stefndi þegar Njarðvíkingar leiddu, 53-72 fyrir síðasta leikhlutann.

ÍR náðu ekki að gera alvarlega atlögu að sigri og luku Njarðvíkingar leiknum með flautukörfu frá hinum unga og efnilega Hirti Einarssyni.

Samkvæmt heimasíðu Njarðvíkinga voru þeir að spila afbragðsvörn á ÍR sem .eir náðu ekki að leysa úr. Þá voru skyttur Njarðvíkur að hitta miklum mun betur en í fyrri leiknum og sóknarleikurinn í heild sinni var góður.

Jeb Ivey var stigahæstur Njarðvíkinga með 23 stig og Brenton Birmingham var með 20. Theo Dixon var með 16 stig fyrir ÍR og Eiríkur Önundarson með 14.
 
Njarðvíkingar mæta annað hvort Grindavík eða Keflavík í undanúrslitum, en liðin eigast við að öðru sinni annað kvöld.

Tölfræði leiksins

VF-mynd/Þorgils: Úr fyrri leik liðanna

Hér má sjá myndbrot úr fyrri leiknum í Ljónagryfjunni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024