Öruggur sigur hjá toppliði Reynis
Reynir sigraði Stjörnuna, 80:70, á útivelli í 1. deild karla í körfuknattleik í kvöld. Gestirnir náðu aldrei að hrista Garðbæinganna almennilega af sér en samt sem áður var sigur liðsins aldrei í hættu.Að 11 umferðum loknum er Reynir í efsta sæti með 20 stig en KFÍ sækir fast á hæla þeirra með 18 stig.