Öruggur sigur hjá Keflvíkingum í Hólminum
Leikið í Lengjubikarnum í körfubolta í gær
Keflvíkingar unnu Snæfell 61-76 í Lengjubikar kvenna í körfubolta í gær. Leikið var í Hólminum en Keflvíkingar fóru á kostum í síðasta leikhluta sem fór 8-22 fyrir gestina. Sara Rún Hinriksdóttir fór á kostum hjá Keflvíkingum en hún var með 25 stig, 15 fráköst og 5 stoðsendingar í leiknum.
Grindvíkingar unnu sigur á KR-ingum 57-63 þar sem María Ben Erlingsdóttir skoraði 21 stig og tók 7 fráköst fyrir Grindvíkinga. Njarðvíkingar töpuðu svo á heimavelli sínum 43-58 gegn Hamarskonum þar sem Nikitta Gartrell skoraði 12 stig.