Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur hjá Keflavík í Ljónagryfjunni
Miðvikudagur 17. október 2012 kl. 22:50

Öruggur sigur hjá Keflavík í Ljónagryfjunni

Keflavíkurstúlkur eru með fullt hús stiga í efsta sæti Dominos-deildar kvenna eftir sigur gegn grönnum sínum í..

Keflavíkurstúlkur eru með fullt hús stiga í efsta sæti Dominos-deildar kvenna eftir sigur gegn grönnum sínum í Njarðvík í fjórðu umferð sem fram fór í kvöld. Leikið var í Ljónagryfjunni í Njarðvík og urðu lokaúrslit 53-86 fyrir Njarðvík.

Leikurinn var í járnum eftir fyrsta leikhluta og var staðan 22-22. Keflavík tók hins vegar öll völd í öðrum leikhluta og var staðan 32-46 í hálfleik. Keflavík bætti um betur í þriðja leikhluta og spilaði frábæra vörn. Njarðvík náði aðeins að skora sjö stig í þriðja leikhluta á meðan Keflavík skoraði 22 stig. Úrslitin ráðin og var það aðeins formsatriði fyrir Keflavík að sigla sigrinum í hús.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Pálína Gunnlaugsdóttir var atkvæðamest í liði Keflavíkur en hún skoraði 21 stig en þær Ingunn Embla Kristínardóttir og Sara Rún Hinriksdóttir komu næstar með 15 stig. Hjá Njarðvík átti Lele Hardy ágætan leik, skoraði 19 stig, tók 16 fráköst og stal 8 boltum.

Grindavík lék á sama tíma gegn Snæfelli í Stykkishólmi og tapaði 86-55. Petrúnella Skúladóttir átti frábæran leik í liði Grindavíkur og skoraði 31 stig en framlag annarra leikmanna var ekki nógu mikið og því fór sem fór.

Keflavík er í efsta sæti deildarinnar með 8 stig eftir fjóra leiki líkt og Snæfell. Njarðvík er í 4. sæti með fjögur stig en Grindavík situr á botninum án stiga. Næsta umferð fer fram þann 24. október næstkomandi.

Njarðvík-Keflavík 53-86 (22-22, 10-24, 7-22, 14-18)

Njarðvík: Lele Hardy 19/16 fráköst/8 stolnir, Salbjörg Sævarsdóttir 10/11 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 7, Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir 7/5 fráköst, Emelía Ósk Grétarsdóttir 4, Eyrún Líf Sigurðardóttir 2, Ína María Einarsdóttir 2, Aníta Carter Kristmundsdóttir 2.

Keflavík: Pálína Gunnlaugsdóttir 21, Ingunn Embla Kristínardóttir 15/7 fráköst, Sara Rún Hinriksdóttir 15/11 fráköst, Jessica Ann Jenkins 13/8 fráköst, Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir 12/8 fráköst, Sandra Lind Þrastardóttir 2/6 fráköst, Telma Lind Ásgeirsdóttir 2, Bryndís Guðmundsdóttir 2, Bríet Sif Hinriksdóttir 2, Aníta Eva Viðarsdóttir 2.

Snæfell-Grindavík 86-55 (19-13, 22-15, 20-16, 25-11)

Snæfell: Alda Leif Jónsdóttir 21/5 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 18/13 fráköst/7 stoðsendingar, Hildur Björg Kjartansdóttir 17/13 fráköst, Berglind Gunnarsdóttir 14, Helga Hjördís Björgvinsdóttir 5/4 fráköst, Rebekka Rán Karlsdóttir 5, Rósa Indriðadóttir 4/6 fráköst, Aníta Sæþórsdóttir 2.

Grindavík: Petrúnella Skúladóttir 31/11 fráköst, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 8/7 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 4, Berglind Anna Magnúsdóttir 4, Sandra Ýr Grétarsdóttir 3, Helga Rut Hallgrímsdóttir 3/8 fráköst, Mary Jean Lerry F. Sicat 2.

Staðan í Dominos-deild kvenna:
1       Keflavík        4       4       0       328     -       216     8
2       Snæfell 4       4       0       297     -       221     8
3       Valur   4       3       1       264     -       230     6
4       Njarðvík        4       2       2       254     -       274     4
5       KR      4       2       2       236     -       258     4
6       Haukar  4       1       3       249     -       274     2
7       Fjölnir 4       0       4       236     -       304     0
8       Grindavík       4       0       4       218     -       305     0

Næstu leikir:
24.10. Grindavík-Valur
24.10. Keflavík-Snæfell
24.10. Haukar-Fjölnir
24.10. KR-Njarðvík