Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur hjá Keflavík í Grafarvoginum
Þriðjudagur 28. október 2008 kl. 23:08

Öruggur sigur hjá Keflavík í Grafarvoginum

Keflavík vann öruggan sigur á Fjölni, 54-87 í Iceland Express deild kvenna, en leikið var í íþróttamiðstöðinni í Garfarvogi. Keflavíkurstúlkur höfðu tögl og haldir í leiknum og byrjuðu af miklum krafti í kvöld. Eftir fyrsta leikhluta höfðu þær 18 stiga forskot og staðan orðin mjög vænleg.



Fjölnir sótti í sig veðrið í öðrum leikhluta, en Keflavík var ávallt skrefi á undan í sínum aðgerðum og hafði yfir í hálfleik, 29-50.

Leikurinn var þar með búinn og héldu Keflavíkurstúlkur áfram sinni spilamennsku og höfðu að lokum 33ja stiga sigur. Birna Valgarðsdóttir var atkvæðamest í liði Keflavíkur, en hún var með 22 stig og sex fráköst. Ingibjörg Elva Vilbergsdóttir kom næst með 21 stig og sex fráköst. Asley Bowman í liði Fjölnis með 16 stig.

Tölfræði


Staðan
í Iceland Express deild kvenna

VF-MYNDIR/JJK


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024