Öruggur sigur Grindvíkinga – Deandre Kane og Courvoisier McCauley lenti saman í hálfleik
Grindvíkingar áttu ekki í vandræðum með lið Hattar í Bónusdeild karla í körfuknattleik í gær og uppskáru 29 stiga sigur. Einu vandræðin má segja að hafa verið uppákoma í hálfleik þegar Deandre Kane virtist eiga eitthvað vantalað við Courvoisier McCauley, leikmann Hattar, og enduðu þau samskipti í einhverjum stimpingum. Eftir að hafa stjakað við hvor öðrum var leikmönnunum stíað í sundur og fljótlega var hægt að einbeita sér að leiknum.
Grindavík tók afgerandi forystu í fyrsta leikhluta (31:9) og það reyndist vonlaust verk fyrir Hattarmenn að vinna þann mun upp. Devon Tomas var yfirburðarmaður á gólfinu og skilaði 38 stigum til Grindavíkur auk þess að taka sex fráköst og eiga sex stoðsendingar.
Grindavík - Höttur 113:84
(31:9, 25:24, 25:20, 32:31)
Grindavík: Devon Tomas 38/6 fráköst/6 stoðsendingar, Valur Orri Valsson 14/6 stoðsendingar, Daniel Mortensen 13/7 fráköst/5 varin skot, Deandre Donte Kane 11/8 fráköst/8 stoðsendingar, Kristófer Breki Gylfason 9, Jason Tyler Gigliotti 9/7 fráköst, Oddur Rúnar Kristjánsson 7, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 5/4 fráköst, Ólafur Ólafsson 4, Nökkvi Már Nökkvason 3, Alexander Veigar Þorvaldsson 0, Jón Eyjólfur Stefánsson 0.