Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Öruggur sigur Grindvíkinga í Hellinum
Fimmtudagur 20. desember 2018 kl. 08:23

Öruggur sigur Grindvíkinga í Hellinum

Grindvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍR og höfðu 25 stiga sigur, 76-10,1 í leik liðanna í Domino’s deild karla í körfubolta. Lewis Clinch fór fremstur í flokki gestanna frá Grindavík og skoraði 27 stig. Sigtryggur Arnar skoraði svo 19 en alls voru fimm leikmenn í tveggja stafa tölum hjá Grindvíkingum. Sigurinn var Grindvíkingum mikilvægur þar sem þeir komu sér frá ÍR-ingum í töflunni og sitja í 6. sæti þar sem þeir narta í hæla KR-inga og Stjörnumanna.

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 27/6 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 19/5 fráköst, Tiegbe Bamba 18/14 fráköst, Jordy Kuiper 14/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/8 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 9, Johann Arni Olafsson 2, Hlynur Hreinsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Jóhann Dagur Bjarnason 0.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024