VF jólalukka 25
VF jólalukka 25

Íþróttir

Öruggur sigur Grindvíkinga í Hellinum
Fimmtudagur 20. desember 2018 kl. 08:23

Öruggur sigur Grindvíkinga í Hellinum

Grindvíkingar áttu ekki í teljandi vandræðum með ÍR og höfðu 25 stiga sigur, 76-10,1 í leik liðanna í Domino’s deild karla í körfubolta. Lewis Clinch fór fremstur í flokki gestanna frá Grindavík og skoraði 27 stig. Sigtryggur Arnar skoraði svo 19 en alls voru fimm leikmenn í tveggja stafa tölum hjá Grindvíkingum. Sigurinn var Grindvíkingum mikilvægur þar sem þeir komu sér frá ÍR-ingum í töflunni og sitja í 6. sæti þar sem þeir narta í hæla KR-inga og Stjörnumanna.

Grindavík: Lewis Clinch Jr. 27/6 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 19/5 fráköst, Tiegbe Bamba 18/14 fráköst, Jordy Kuiper 14/5 fráköst, Ólafur Ólafsson 12/8 fráköst, Kristófer Breki Gylfason 9, Johann Arni Olafsson 2, Hlynur Hreinsson 0, Hilmir Kristjánsson 0, Sverrir Týr Sigurðsson 0, Jóhann Dagur Bjarnason 0.

Nýsprautun vetrardekk
Nýsprautun vetrardekk
VF jól 25
VF jól 25