Öruggur sigur Grindavíkur á Njarðvík
Grindavík er Powerade-meistari kalra árið 2009 eftir nokkuð þægilegan 17 stiga sigur á grönnum sínum úr Njarðvík. Þeir gulklæddu leiddu nánast allan leikinn og gáfu ekkert í seinni hálfleik þar sem munurinn varð mestur undir lok leiksins. Stigahæstur í liði Grindavíkur var Arnani Bin Daanish með 19 stig og 12 fráköst en næstir voru Þorleifur Ólafsson með 15 stig og 8 fráköst og Páll Axel Vilbergsson með 13 stig. Hjá Njarðvík var Jóhann Ólafsson stigahæstur með 14 stig en næstir á blað voru Magnús Gunnarsson með 13 stig og Kristján Sigurðsson með 12 stig.
Leikurinn byrjaði vel en bæði lið börðust af krafti um hvern bolta. Það var um það bil þegar leikhlutinn var hálfnaður sem fór að skilja á milli liðana og þegar rúmlega fjórar mínútur voru eftir voru Njarðvíkurmenn alt í einu komnir með 7 stiga forskot, 16-9 og greip Friðrik Ragnarsson til þess ráðs að taka leikhlé. Eftir það skeltu Grindvíkingar í lás og Njarðvík skoraði ekki næstu tvær mínúturnar. Það gekk þó hægt að vinna niður forskotið en þegar rétt tæplega tvær mínútur voru eftir tók Valur Ingimundarsson leikhlé því munurinn var kominn niður í 2 stig, 19-17. Þrátt fyrir háa pressu Grindvíkinga tókst þeim ekki að komast yfir í fyrsta leikhluta en Njarðvík leiddi með einu stigi 20-19 þegar flautað var til loka leikhlutans.
Grindavík sýndi allt annan karakter í öðrum leikhluta og leið ekki að löngu þar til þeir voru komnir með myndarlegt forskot. Þegar rúmlega tvær mínútur voru liðnar af leikhlutanum höfðu þeir náð 6 stiga forskoti 20-26. Njarðvíkingar svöruðu þó fyrir sig og þegar leikhlutinn var hálfnaður höfðu þeir komist yfir aftur í stöðunni 29-28. Liðin skiptu stigunum hnífjafnt á milli sín þegar Njarðvík bað um leikhlé með tæplega tvær mínútur á leikklukkunni, 34-34. Grindavík hafði þó betur á lokamínútum leikhlutans og höfðu 3 stiga forskot þegar flautað var til hálfleiks, 36-39.
Grindvíkingar virtust lítið ælt aað gefa eftir þó Njarðvíkingar væru fljótir að svara fyrir sig á upphafsmínútum fjórða leikhluta. Þegar leikhlutinn var um það bil hálfnaður fékk Arnar Freyr Jónsson sína fjórðu villu og Friðrik tók hann útaf í kælingu. Grindvíkingar létu þetta þó ekki slá sig útaf laginu og juku hægt og rólega við forskotið. Þegar um það bil tvær mínútur voru til loka leikhlutans höfðu Grindvíkingar 7 stiga forskot, 47-54. Njarðvíkingar virtust vera orðnir óþreyjufullir því þeir tóku hvert þriggjastiga skotið á eftir öðru og virtist litlu skipta hvort menn voru opnir eða ekki. Það dugði skammt og höfðu Grindvíkingar því 8 stiga forskot þegar flautað var til loka leikhlutans, 49-57.
Texti og myndir: www.karfan.is