Öruggur sigur á botnliðinu
Reynir Sandgerði átti ekki í miklum vandræðum með KV, botnlið deildarinnar, þegar liðin mættust á laugardaginn í 2. deild karla í knattspyrnu. Úrslit urðu 3-0 fyrir Reyni. Stojanovic Aleksandar skoraði fyrstu tvö mörkin og Sinisa Kekic bætti þriðja markinu við í blálokin. Baráttan um miðju deildarinnar eru nokkuð spennandi en Reynir er nú í sjötta sætinu með 24 stig, einu stigi á eftir Völsungi.