Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

Öruggur Njarðvíkursigur í Röstinni
Fimmtudagur 6. mars 2014 kl. 08:07

Öruggur Njarðvíkursigur í Röstinni

Njarðvíkingar sýndu að þær ætla sér sannarlega aftur sæti í Domino's deild kvenna að ári, með öruggum sigri á Grindvíkingum í Röstinni í gær. Lokatölur urðu 67-85 í leik þar sem Njarðvíkingar lögðu grunninn að sigri í öðrum leikhluta. Þær grænklæddu leiddu 35-49 í hálfleik og juku síðan forskotið jafnt og þétt í síðari hálfleik með góðri baráttu. Ljóst var fyrir leikinn að Njarðvíkingar væru fallnir í 1. deild en Grindvíkingar höfðu þegar tryggt sæti sitt.

Tölfræðin:

Grindavík: Crystal Smith 15/7 fráköst/8 stolnir, María Ben Erlingsdóttir 15, Pálína Gunnlaugsdóttir 14/6 fráköst, Jeanne Lois Figeroa Sicat 10, Mary Jean Lerry F. Sicat 5, Ingibjörg Jakobsdóttir 4, Guðný Dröfn Guðbjartsdóttir 2, Harpa Rakel Hallgrímsdóttir 2/7 fráköst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Njarðvík: Nikitta Gartrell 21/9 fráköst/8 stoðsendingar, Andrea Björt Ólafsdóttir 15/7 fráköst, Guðlaug Björt Júlíusdóttir 14/10 fráköst, Ína María Einarsdóttir 11, Salbjörg Sævarsdóttir 6/10 fráköst, Erna Hákonardóttir 6/4 fráköst, Sara Dögg Margeirsdóttir 4, Aníta Carter Kristmundsdóttir 4, Emelía Ósk Grétarsdóttir 2, Heiða B. Valdimarsdóttir 2.