Öruggur Njarðvíkursigur
Haukur Helgi fór á kostum
Njarðvíkingar unnu sannfærandi sigur gegn FSU á útivelli þegar liðin áttust við í Domino's deild karla í kvöld. Munurinn varð á endanum 28 stig, lokatölur 82-110. Haukur Helgi Pálsson átti stórleik hjá þeim grænklæddu en hann skoraði 31 stig, tók 14 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Marquise Simmons var með myndarlega tvennu og þeir Maciej Baginski og Logi Gunnarsson skiluðu sínu.
Með sigrinum eru Njarðvíkingar komnir í fjórða sæti deildarinnar. Á morgun fara svo fram tveir leikir þar sem Grindvíkingar taka á móti toppliði Keflavíkur.
FSu-Njarðvík 82-110 (25-28, 11-29, 20-35, 26-18)
Njarðvík: Haukur Helgi Pálsson 31/14 fráköst/6 stoðsendingar, Marquise Simmons 23/10 fráköst, Maciej Stanislav Baginski 17/5 fráköst, Logi Gunnarsson 13, Ólafur Helgi Jónsson 8, Jón Arnór Sverrisson 5/4 fráköst, Hjalti Friðriksson 4, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Adam Eiður Ásgeirsson 3, Hilmar Hafsteinsson 2, Snjólfur Marel Stefánsson 0, Oddur Birnir Pétursson 0.